Guðmann aftur í FH – Gerði tveggja ára samningGuðmann Þórisson fer frá KA. Mynd: ka.is.

Guðmann aftur í FH – Gerði tveggja ára samning

Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson hefur gert tveggja ára samning við FH í knattspyrnu. Hafnarfjarðarliðið tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum. Guðmann var áður hjá FH og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu árin 2012 og 2015. Hann hefur hins vegar verið miðvörður hjá KA undanfarin þrjú tímabil og lék t.a.m. níu leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Guðmann hefur glímt við talsverð meiðsli tvö síðustu tímabil á undan og því misst aðeins úr.

„Eftir yndislegan tíma hjá KA er maður smá sorgmæddur að vera búinn að ákveða að flytja í bæinn. Það eru ýmsar ástæður á bakvið það. Ég á orðið kærustu í bænum og það verður gott að flytja í bæinn og vera nálægt fjölskyldu og vinum,“ sagði Guðmann fyrr í þessum mánuði þegar hann staðfesti að hann væri á leið frá KA.

UMMÆLI