Hægt að borga niður skuldir MA og VMA til fulls með launahækkunum þingmanna

l_1412332721_ma_gamli

Menntaskólinn á Akureyri

Kjararáð hefur hækkað laun þingmanna um tæp 45% eða um 338.000 krónur. Laun þingmanna voru fyrir um 762.000 krónur á mánuði.
Valdís Björk Þorsteinsdóttir, stærfræðikennari við Menntaskólann á Akureyri, bendir á að þessi hækkun ein og sér geti verið notuð til þess að borga niður skuldir Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem og sennilega 5 annarra skóla. Eins og Kaffið greindi frá um daginn, þarf Verkmenntaskólinn sárlega á auknu fjárframlagi að halda og þetta því alls kostar góð uppástunga.
Valdís segir á facebook síðu sinni:

Smá samhengi: 340.000,- á mánuði, 12 mánuðir á ári, 63 þingmenn, gerir 257 milljónir á ári í aukinn kostnað (plús launatengd gjöld…). Fyrir þennan pening mætti rétta af hallarekstur MA, VMA og örugglega svona fimm annarra skóla.

257 milljónir á ári. Væri ekki skynsamlegt að nýta þennan pening öðruvísi en í vasa þingmanna?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó