Hætta við flug milli Akureyrar og Keflavíkur

Hætta við flug milli Akureyrar og Keflavíkur

Air Ice­land Conn­ect hef­ur hætt við að hefja áætl­un­ar­flug milli Kefla­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar á ný í haust. Þetta er annað stóra áfallið fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en ástæðan er fækk­un farþega í inn­an­lands­flugi. Þetta sagði Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Air Ice­land Conn­ect, í sam­tali við mbl.is.

„Við flug­um milli Ak­ur­eyr­ar og Kefla­vík­ur fram í maí og höfðum í hyggju að hefja flug aft­ur í októ­ber en höf­um tekið ákvörðun um að gera það ekki. Það er í raun­inni bara fækk­un farþega í inn­an­lands­flugi sem ger­ir það að verk­um og auðvitað fækk­un er­lendra ferðamanna. Þetta hef­ur allt áhrif á okk­ur,“ út­skýr­ir Árni í samtali við mbl.is.

Eins og greint var frá á fimmtudaginn lýsti breska ferðaskrifstofan Super Break yfir gjaldþroti sínu en ferðaskrifstofan hafði ætlað að bjóða upp á beinar flugferðir milli Bretlands og Akureyrar í haust.

UMMÆLI