KIA

Halda Herrakvöld til styrktar Grófarinnar Geðverndarmiðstöðvar

Halda Herrakvöld til styrktar Grófarinnar Geðverndarmiðstöðvar

Lionsklúbburinn Hængur heldur Herrakvöld í dag, föstudaginn 9. nóvember, þar sem allir herramenn eru velkomnir til að mæta og eiga skemmtilega stund til styrktar góðs málefnis.

Veislustjóri verður Jói Valgeirs, Sveinn Waage mætir með uppistand og Vandræðafeðgarnir Bragi V. Bergmann og Vilhjálmur B. Bragason Vandræðaskáld koma einnig fram.
Hægt er að taka þátt í happdrætti og vinna til veglegra vinninga ásamt því að léttar veitingar og málverkauppboð verður á boðstólnum.

Allur ágóði af kvöldinu rennur til Grófarinnar – Geðverndarmiðstöðvar vegna þarfrar uppbyggingar á aðstöðu fyrir Unghugahóp. Miðinn á kvöldið kostar 5.000 kr. en happdrættismiðinn kostar 1.000 kr.

Unghugar Grófarinnar byrjuðu í janúar 2014 og eru með skipurlagsfundi á miðvikudögum kl.18.00. Meðformenn Unghuga eru Fjörnir og Richard en Unghugar eru félagsskapur sem heyrir undir Grófin Geðverndarmiðstöð, ætlaður einstaklingum 18 ára og eldri, sem glíma við geðræn vandamál og/eða félagslega einangrun, óháð trúarlegum skoðunum, þjóðerni eða kynþætti.

Markmið Unghuga er að skapa vinalegt umhverfi fyrir þessa einstaklinga, þar sem þeir geta unnið í sínum vandamálum með því að tala við fólk með svipaða reynslu og rofið félagslega einangrun í gegnum fundi og viðburði, þar sem nánir vinir eða ættingjar mega taka þátt þegar það á við. Þar sem meðlimir Unghuga eru ekki eingöngu Íslendingar þá er notast við bæði íslensku og ensku. Þó að meðlimir Unghuga þurfi ekki að vera meðlimir Grófarinnar þá gilda húsreglur Grófarinnar einnig um þá. Á facebook erum við með grúppuna Unghugar Grófarinnar.

Sambíó

UMMÆLI