Halldór Logi með silfur á ABCJJ í Póllandi

Halldór Logi á verðlaunapallinum í Póllandi.

Halldór Logi Valsson ásamt Bjarna Kristjánssyni og ómari Yamak kepptu á ABC European Open Championship Gi glímumótinu í Póllandi. Þeir kepptu allir undir merkjum Mjölnis en þeir Halldór Logi og Bjarni kepptu í -95 kg flokki brúnbeltinga en Ómar í -75 kg flokki brúnbeltinga og hlutu tvenn silfur verðlaun.

Bjarni Kristjánsson datt út í 8-manna úrslitum eftir tap á stigum. Halldór Logi vann fyrstu tvær glímurnar sínar á stigum og komst í úrslit. Í úrslitum tapaði hann fyrir Euclides Castro frá Brazilian Power Team á stigum. Ómar Yamak vann fyrstu tvær glímurnar sínar á uppgjafartaki. Í úrslitum tapaði hann svo fyrir Kanadamanninum Oliver Teza frá Team Renzo Gracie eftir uppgjafartak. Þeir Ómar og Halldór skráðu sig í opna flokkinn en aðeins þeir sem enduðu á verðlaunapalli gátu skráð sig í opna flokkinn og komst Bjarni því ekki í opna flokkinn. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið sterka andstæðinga í opna flokkinum og stóðu sig frábærlega!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó