Hallgrímur Jónasson í KA

Hallgrímur Jónasson í KA

Hallgrímur Jónasson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta hefur skrifað undir 4 ára samning við KA en þetta tilkynnti Akureyrarfélagið á fréttamannafundi rétt í þessu.

Hallgrímur er 31 árs og kvaddi danska félagið Lyngby á dögunum. Hann hefur verið í atvinnumennsku í Skandinavíu síðan 2009 en hann lék með Keflavík, Þór Akureyri og uppeldisfélaginu Völsungi áður en hann fór út. Hann á 16 landsleiki en hefur ekki verið inni í myndinni síðustu tvö ár.

Auk þess að vera leikmaður hjá KA mun hann starfa við afreksþjálfun yngri iðkenda KA.

Hallgrímur var tekinn í viðtal hjá KA-TV og má sjá það hér að neðan.

 

 

UMMÆLI