Gæludýr.is

Harma mistök sem urðu við flutninga á látnum manniMynd tekin af facebook-síðu Eimskipa.

Harma mistök sem urðu við flutninga á látnum manni

Eimskip harmar mistök sem urðu á flutningum látins manns milli Akureyrar og Reykjavíkur um helgina. Fyrir mistök var kistunni ekki komið fyrir kæli þegar hún var komin til Reykjavíkur fyrr en daginn eftir flutningana. Rúv greindi frá í gær.

Þetta uppgötvaðist strax snemma um morguninn og kistan var þá sett í kæli áður en útfararstofa náði í hana skömmu seinna. Í svona flutningum er búið um hinn látna í vatnsheldri, loftþéttri og innsiglaðri kistu sem síðan er sett í lokaðan flutningskassa. Kistunni er síðan komið fyrir í bíl með kælirými, aðskildu öðru sem verið er að flytja. Þegar til Reykjavíkur er komið er kistunni síðan komið fyrir í kæli strax, sem varð ekki í þessu tilfelli vegna mistaka.

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, segir í samtali við Rúv að starfsfólkið sé miður sín vegna mistakanna. Þetta sé í fyrsta sinn sem svona atvik komi upp og hafa verið starfsfólki mikið áfall.

Sambíó

UMMÆLI