NTC netdagar

Háskóladeginum á Akureyri frestað vegna kórónaveirunnar

Háskóladeginum á Akureyri frestað vegna kórónaveirunnar

Rektorar háskóla landsins tóku sameiginlega ákvörðun um að fresta Háskóladeginum á Akureyri um óákveðinn tíma. Allir sjö háskólar landsins standa saman að Háskóladeginum en stefnt hafði verið að því um nokkurt skeið að halda veglegan Háskóladag á Akureyri í gær, laugardaginn 7. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HA.

,,Þar sem hættustig almannavarna hefur nú verið uppfært í neyðarstig vegna kórónaveirunnar (COVID-19) þá hafa rektorar háskóla landsins, tekið sameiginlega ákvörðun um að Háskóladeginum á Akureyri skuli að svo stöddu frestað, um óákveðinn tíma,“ segir í tilkynningunni.

UMMÆLI

Sambíó