Gæludýr.is

Háskólahornið fer í loftið í dag

Sigrún Stefánsdóttir, ein reyndasta sjónvarpskona landsins og kennari við Háskólann á Akureyri byrjar með nýjan þátt á N4 í dag. Þátturinn heitir Háskólahornið og kemur til með að fjalla um starfsemina innan skólans og fólkið sem í honum er. Í ár er skólinn einnig að fagna 30 ára starfsafmæli og er það kveikjan að þáttaröðinni.

„Við lögðum upp með það að þessir þættir yrðu óformlegir og að í þeim yrði talað mannamál. Það var úr mörgu að velja í þessa 6 þætti og við reynum að koma þessari breidd til skila sem er í starfsemi Háskólans á Akureyri. Ef vel tekst til gæti vel komið til greina að gera fleiri þætti tengda skólanum því það er sannarlega af nógu að taka,“ segir Sigrún í viðtali við N4.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó