Háskólinn á Akureyri auglýsir eftir verkefnastjóra í tæknimálum

Háskólinn á Akureyri.

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra tæknimála við Kennslumiðstöð háskólans. Þessu er greint frá á vef Háskólans á Akureyri. 

Starf verkefnastjóra felur m.a. í sér umsjón með tækja- og tölvubúnaði skólans, þar með talið tölvur á skrifstofum starfsmanna, í kennslustofum og í fundarherbergjum. Verkefnastjóri veitir tækniaðstoð til starfsmanna háskólans og annast almennt viðhald og uppfærslur á tækja- og tölvubúnaði skólans.

Verkefnastjóri er hluti af teymi kerfisstjórnar háskólans sem hefur umsjón með og sinnir viðhaldi net- og tölvukerfa skólans, ber ábyrgð á að kerfin starfi eðlilega og gerir kerfislegar breytingar þegar við á.

Verkefnastjóri stuðlar að og tekur þátt í þróun sveigjanlegs náms við HA, sérstaklega með tilliti til tækjakosts við kennslu með því að fylgjast með þróun og nýjungum á því sviði.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf þann 1. mars n.k. Starsstaður er á háskólasvæðinu á Sólborg á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Gerð er krafa um menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
 • Reynsla af Microsoft kerfum.
 • Reynsla af þjónustu við útstöðvar.
 • Þekking á Cisco netkerfum æskileg.
 • Þekking á Panopto upptökukerfinu og Moodle kostur.
 • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg ferilskrá.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum sem við eiga frá námi og loknum námskeiðum.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur til 20. febrúar
Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi SFR eða samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra, eftir því sem við á. Nánari upplýsingar veitirAuðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Sími 460-8030, netfang audbjorg@unak.is.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.

Sambíó

UMMÆLI