beint flug til Færeyja

Hátt í 20 stiga hiti um helgina


Þeir sem héldu að sumarið væri búið höfðu rangt fyrir sér því að það er spáð 15 stiga hita og sól á Akureyri um helgina og 18 stigum á Dalvík og í nágrenni, ef marka má norsku veðurspánna Yr. Hitinn fer hækkandi eftir því sem líður á vikuna og nær hámarki á föstudag og laugardag. Veðurstofa Vísis spáir hátt í 20 stiga hita, en heitast verður þó á austanverðu landinu.
Frá veðurspá Vísis:

Á fimmtudag og föstudag:
Bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á laugardag:
Rigning eða súld á vestanverðu landinu, en þurrt og bjart austantil. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast austanlands.

Á sunnudag og mánudag:
Úrkomulítið og hlýtt á Norður- og Austurlandi.

 

Sambíó

UMMÆLI