Hef­ur játað að hafa stungið mann í Kjarna­skógi


Karl­maður hef­ur játað að hafa stungið mann í Kjarna­skógi á Ak­ur­eyri á föstu­dag­inn langa. Maður­inn var stung­inn tví­veg­is í lærið og slasaðist nokkuð alvarlega. Hann var flutt­ur á sjúkra­hús í kjöl­far árás­ar­inn­ar en er á bata­vegi. Það er mbl.is sem greinir frá þessu í morgun.

Þrír aðilar voru handteknir og settir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeim hef­ur nú öll­um verið sleppt. Alls voru fimm ung­menni hand­tek­in í tengslum við málið en þau eru fædd á ár­un­um 1990-1999.

Sambíó

UMMÆLI