Origo Akureyri

Heiða Ragney og Helena til Þór/KA – Tveir leikmenn framlengja

Þór/KA fengu í dag 2 nýja leikmenn sem munu koma til með að hjálpa liðinu er það mun hefja titilvörn sína næsta sumar í Pepsi-deild kvenna. Leikmennirnir eru Heiða Ragney Viðarsdóttir og Helena Jónsdóttir og skrifuðu þær báðar undir samninga sem gilda til tveggja ára.

Helena Jónsdóttir er 23 ára markvörður sem kemur til liðs við Þór/KA frá Hömrunum. Hún  hefur einnig leikið fyrir Fjölni og Völsung. Helena er uppalin í Þór/KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir liðið í maí 2009, þá einungis 15 ára gömul.

Heiða Ragney Viðarsdóttir er 21 árs gömul og spilar sem miðjumaður. Heiða hóf meistaraflokksferil sinn með Þór/KA sumarið 2011 og á 53 leiki að baki með liðinu. Heiða hefur stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin þrjú ár. Hún á þá 5 leiki að baki með U17 landsliði Íslands.

Þá framlengdi félagið einnig samninga sína við Láru Einarsdóttur og Huldu Ósk Jónsdóttur.

Lára Einarsdóttir er 21 árs gömul og leikur sem varnarmaður. Lára var lykilhlekkur í liði Þór/KA sem vann íslandsmeistaratitilinn síðasta sumar. Hún á að baki 144 leiki fyrir liðið og hefur skorað í þeim 7 mörk. Þá á Lára 19 leiki að baki með U17 og U19 landsliðum Íslands þar sem hún hefur skorað 2 mörk.

Hulda Ósk er 21 árs gamall sóknarmaður sem var einnig frábær í meistaraliði Þór/KA síðasta sumar þar sem hún skoraði 8 mörk í 18 leikjum. Hulda er uppalin hjá Völsungi en hefur einnig leikið með KR. Í heildina hefur Hulda skorað 27 mörk í 96 meistaraflokksleikjum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó