Heiðskýrt í Einkasafninu

Heiðskýrt í Einkasafninu

Myndlistarmaðurinn Kristín Reynisdóttir opnar sýningu á nýjum verkum sem hún hefur unnið inn í umhverfið í og við Einkasafnið í Eyjafjarðarsveit. Sýningin ber nafnið Heiðskýrt og opnar næstkomandi laugardag, 24. júlí, klukkan 14.

Sýningin verður opin helgarnar 24. – 25. júlí og 31. júlí – 1. ágúst frá klukkan 14 -17.

Kristín Reynisdóttir hefur frá miðjum níunda áratugnum verið atkvæðamikill myndlistamaður, með margar einkasýningar á sínu nafni auk þess að hafa átt verk á fjölmörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hún lauk námi frá Akademie der Bildenden kunste, Düsseldorf í Þýskalandi 1989, eftir að hafa lokið námi við Myndlista og Handíðaskóla Íslands.

Einkasafnið er verkefni myndlistamannsinns Aðalsteins Þórssonar. Það hýsir safn Aðalsteins „á því sem verður eftir“ af eigin neyslu. Með því er reynt að gefa eins heillega mynd af fyrirferð einstaklingsins í umhverfinu og hægt er. Leitast er við að það sé sjálfbær eining hvað varðar orkuöflun og meðferð úrgangs. Með það að markmiði að vera í jafnvægi við náttúru og umhverfi.

Sumarið 2020 hófst sýningarröð listafólks sem hefur verið boðið til dvalar í safninu og sýnt afrakstur vinnu sinnar í safnhúsinu og umhverfis það. Sýning Kristínar Reynisdóttur er fimmta sýning þessara sumarlistamanna.

Einkasafnið stendur við syðri enda þjóðvegs 822 Kristnesvegar uþb. 10 km sunnan Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI