Heimir Örn sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri áfram

Heimir Örn sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri áfram

Heimir Örn Árnason mun sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri áfram í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Heimir tilkynnti þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það hefur verið mér mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðin þrjú og hálft ár. Í nánu og góðu samstarfi við öflugt samstarfsfólk í meirihlutanum og starfsmenn Akureyrarbæjar höfum við komið fjölmörgum góðum verkefnum af stað,“ skrifar Heimir í færslu sem má sjá í heild neðst í fréttinni.

„Framundan eru spennandi verkefni sem ég hef mikinn áhuga á að fylgja eftir. Markmið mitt er að halda áfram að standa vörð um rekstur bæjarins, skapa traustan grunn til lækkunar gjalda og álaga, bæta þjónustu við íbúa og styðja við áframhaldandi uppbyggingu innviða og lífsgæða hér á Akureyri. Ég brenn fyrir bæinn okkar og framtíð hans og hlakka til að halda áfram ferðinni með ykkur. Þess vegna mun ég sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor.“

COMMENTS