Listasafnið gjörningahátíð

Heimsmeistarar í listdansi

Heimsmeistarar í listdansi

Úrvalshópur frá dansskólanum Steps Dancecenter á Akureyri varð í gær heimsmeistari í jazzdansi! Hópurinn vann í flokki Senior Large Group Jazz á heimsmeistaramótinu Dance World Cup. Þetta er í fyrsta skiptið sem Akureyri eignast heimsmeistara í listdansi.

Heimsmeistaramótið fer fram í Telford á Englandi og taka um 120.000 keppendur frá 62 löndum þátt á mótinu. Vegna Covid gátu þeir danshópar sem ekki höfðu tök á að ferðast til Englands sent inn myndbandsupptöku af dansatriðinu sínu. Akureyrsku hóparnir frá Steps Dancecenter sendu inn myndbönd af sínum atriðum.

Heimsmeistararnir fengu einnig sérstök dómaraverðlaun í undankeppninni. Hópurinn dansaði verk eftir Lindu Ósk Valdimarsdóttur. Dansverkið heitir New Dawn og eru dansarar eftirfarandi: Álfrún Freyja Heiðarsdóttir, Arna Sirrý Erlingsdóttir, Birta Ósk Þórólfsdóttir, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Bjarney Vignisdóttir, Diljá María Jóhannsdóttir, Ellý Sæunn Ingudóttir, Heiðdís Ósk Valdimarsdóttir, Helga Sóley G. Tulinius, Hildur Sigríður Árnadóttir, Karen Birta Pálsdóttir, Marín Ósk Eggertsdóttir, Sara Hlín Birgisdóttir og Sunneva Kjartansdóttir.

Úrval 2 gekk einnig vel á mótinu en þær lentu í 3. sæti í sínum flokki Junior Large Group Contemporary. Tveir hópar kepptu í flokkunum Children Small Group Jazz & Show Dance. Dansaranir úr þessum hópum voru að taka þátt í fyrsta skipti á móti sem þessu og lentu í tólfta og átjánda sæti. Í flokki Junior duet/trio jazz and showdance náðu Birta Ósk og Sunneva Kjartans 6. sætinu.

Enn eiga tvö atriði eftir að keppa frá Steps Dancecenter þann 17. ágúst. Hægt er að fylgjast með keppninni inn á DWCworld.com.

Sjáðu myndband af vinningsatriðinu með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó