Heimsóknir verða leyfðar með takmörkunum á Öldrunarheimilum AkureyrarSkjólstæðingar og starfsfólk á Hlíð í góðum gír í fyrra sumar. Mynd: Bragi Bergmann.

Heimsóknir verða leyfðar með takmörkunum á Öldrunarheimilum Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar tilkynntu í gær að heimsóknarbanni á öldrunarheimilin yrði aflétt 4. maí en áfram verða ákveðnar takmarkanir. Heimsóknarbann á ÖA hefur verið í gildi frá 7. mars og hefur reynst bæði íbúum og starfsfólki erfitt.

Frá og með 4. maí verður sá fjöldi sem kemur í heimsókn inn á heimilið á hverjum tíma takmarkaður en vonast er til þess að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní n.k. Einnig þurfi aðstandendur að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnarráðstafanir í sínum heimsóknum.

Unnið er að því að útfæra heimsóknarreglurnar en þær verða sendar á aðstandendur þriðjudaginn 28. apríl. Þangað til biðlar starfsfólk ÖA aðstandendur að sína biðlund meðan á þessari vinnu stendur.

https://www.facebook.com/OldrunarheimiliAkureyrar/posts/1520850494745680

UMMÆLI