Hilda Örvars heldur jóla- og útgáfutónleika í Akureyrarkirkju

Hilda Örvars: Ljósmynd Daníel Starrason

Hilda Örvars: Ljósmynd Daníel Starrason

Í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar, Hátíð, heldur Hilda Örvars jóla- og útgáfutónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, 4. desember.

Á tónleikunum verða flutt lög af plötunni Hátíð og eru þar á meðal bæði vel þekkt íslensk jólalög og önnur minna þekkt frá Norðurlöndunum. Þau kalla fram angurværar jólaminningar og kveikja notalega skandinavíska stemmingu. Þetta verða friðsælir og fágaðir tónleikar þar sem hlustandanum er boðið í ferðalag um jól við heimskautsbaug. Hljóðheimur jólalaganna sameinar heillandi heim kvikmyndatónlistar og þjóðlagatónlistar. Útkoman er einlæg og töfrandi með skínandi gleði, rétt eins og jólin sjálf.

UMMÆLI

Sambíó