Hjólreiðahátíð Greifans haldin um helgina

Hjólreiðahátíð Greifans haldin um helgina

Dagana 24. -28. júlí er hin árlega Hjólreiðahátíð Greifans. Hjólreiðafélag Akureyrar sér um þennan viðburð eins og síðustu ár en yfir 300 hjólreiðamenn munu keppa á átta mismunandi mótum. Metskráningar eru í öll mót og í dag, fimmtudaginn 25. júlí hjóla 135 hjólreiðamenn frá Siglufirði til Akureyrar í Gangamóti Greifans. Almennings keppendur enda á Bílaklúbbsvæði fyrir ofan Réttarhvamm meðan Bikamótskeppendur bæta við sig Svarfaðardal og enda hjá Skíðahóteli í Hlíðarfjalli. Hröðustu hjólararnir eru að koma í mark um 20:00 í kvöld og gaman væri að sjá sem flesta hvetja hjólarana áfram við endamarkið.

Á föstudaginn 26. júlí verður barna-, unglinga- og fullorðins XC mót í Kjarnaskógi kl 17:00 þar sem byrjað verður frá nýja Grillhúsinu í Kjarnaskógi.

Laugardagsmorgun er svo hið geisivinsæla og löngu uppselda Enduro mót kl 10:00 frá Hlíðarfjalli og endað niður við flugvöll en keppendur safnast svo saman í Nýja Grillhúsinu í Kjarnaskógi. Laugardagskvöld kl 18:00 verða Brekkusprettir bæði í Karla og kvennaflokki og á eftir því verður Kirkjutröppubrun. Mjög skemmtilegt og áhorfendavænt mót.

Sunnudagsmorgun kl 08:30 munum verður götuhjólamót á Goðanes- og Byko svæðinu. Criterium mót þar sem börn, unglingar og fullorðnir keppa í sínum flokkum. Hjólreiðahátíð Greifans lýkur síðan með Íslandsmeistaramóti í Downhill í Hlíðarfjalli kl 13:00. Farið verður upp með hjólin í Fjarkanum og geta áhorfendur komið og horft á úr stólalyftunni, í brautinni og uppí Strýtuskála.

HFA hvetur sem flesta til að taka þátt eða koma og fylgjast með viðburðum helgarinnar.

Allar nánari um Hjólreiðahátíð Greifans upplýsingar má finna á HFA.is

UMMÆLI

Sambíó