Hlíðarfjall sennilega lokað fram á jóladag

Hlíðarfjall.

Í tilkynningu frá Hlíðarfjalli segir að lokað verði í dag, fimmtudag, og sennilega ekki hægt að hafa fjallið opið aftur fyrr en á jóladag. Veðurspá er svo hljóðandi fyrir næstu daga að suðvestanátt og hvassviðri er ríkjandi og vegna þess er lokunin.

„Því miður er ekki útlit fyrir opnun fyrr en á jóladag, en að sjálfsögðu vonum við það besta og vonumst eftir því að ná að opna fyrr en spár gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó