Hlutfallslega fleiri Asíubúar sem aka Vaðlaheiðargöng í haust

Hlutfallslega fleiri Asíubúar sem aka Vaðlaheiðargöng í haust

Fram kemur í frétt á heimasíðu Vaðlaheiðarganga að hlutfallslega keyri fleiri Asíubúar gegnum Vaðlaheiðagöng í haust en í sumar.
Flestir erlendir ferðamenn sem keyra göngin eru frá Bandaríkjunum og þar á eftir Þjóðverjar. Í sumar voru svo Frakkar í þriðja sæti listans en nú í haust hafa Kínverjar tekið sæti Frakkana og Frakkar komnir í það fjórða. Taiwanar eru svo í fimmta sæti listans.

Ætla má að fjölgun Asíubúanna nú í haust sé fyrst og fremst áhugi þeirra á norðurljósum.
Tölur Vaðlaheiðaganga stemma við tölur Isavia um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu. Í september voru Bandaríkjamenn sem næst 25% þeirra sem fóru frá landinu um Keflavíkurflugvöll, í öðru sæti voru Þjóðverjar – 7,8% og Bretar í þriðja sæti – 6,4%.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó