beint flug til Færeyja

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri gjafmild

a-joibjarna
Í gær afhentu Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri Sjúkrahúsinu nýtt fæðingarrúm að gjöf en frá þessu er greint á vefnum rúv.is. Þetta er ekki eina gjöfin sem Hollvinasamtökin gefa um þessar mundir en í næstu viku munu samtökin einnig afhenda ný rúm fyrir geðdeild SAK.

Samtökin hafa verið afar iðinn við kolann á þessu ári en alls hafa þau fjármagnað kaup á rúmlega 20 lækningatækjum á þessu ári að andvirði 40 til 50 milljóna króna. Þau eru þó ekki hætt því samtökin hafa í hyggju að fjárfesta í svokallaðri ferðafóstru, sem er gjörgæslueining í sjúkraflugvél. Slíkt tæki kostar um 25 milljónir króna.

Gjafir samtakana hafa komið sér gríðarlega vel fyrir Sjúkrahúsið en á síðustu þremur árum hafa samtökin fjármagnað þriðjung allra tækjakaupa Sjúkrahússins.

Auðvelt er að skrá sig í samtökin HÉR en  er árgjaldið 5000 krónur.

Sambíó

UMMÆLI