Múlaberg

Hraða- og rauðljósamyndavélar teknar í notkun á Hörgárbrautmynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Hraða- og rauðljósamyndavélar teknar í notkun á Hörgárbraut

Hraða- og rauðljósamyndavélar verða teknar í notkun á Hörgárbraut á morgun 19. október. Vélarnar tvær eru staðsettar við gatnamót Hörgárbrautar og Stórholts.

Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og fækka brotum við akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur myndavélanna. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða.

UMMÆLI

Sambíó