Hraðlest til Íslands?

Umferðarmiðstöðin BSÍ
Verið er að skoða möguleika á því að koma af stað breyttum samgöngum milli Keflavíkurflugvallar og Höfuðborgarsvæðisins. Eins og flestum er kunnugt er einungis hægt að fara á Keflavíkurflugvöll keyrandi, eða hjólandi fyrir þá allra hörðustu og farangurslausu.

Ísland er eitt af fáum löndum sem að hefur ekki lestarkerfi á sínu framfæri. Í langflestum löndum er boðið upp á þann möguleika að geta tekið lest til og frá flugvöllum og yfirleitt er það ódýrasti og þ.a.l. vinsælasti kosturinn.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í desember 2015 stóð til samstarfssamninga milli samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning fluglestar.

lestaleidin
Nú virðist sem eitthvað sé að gerast í þeim málum ef marka má nýlega könnun á vegum Gallup. Þá er helst verið að kanna viðhorf þátttakenda til fluglestarinnar og hvort að þeir myndu nýta sér þennan ferðamáta ef að af þessu verður. Þá stendur það til að lestin gangi á 15-30 mínútna fresti milli Umferðamiðstöðvarinnar BSÍ og Keflavíkurflugvallar. Þó er verið að skoða aðra möguleika en umferðarmiðstöðina og einnig verið að velta fyrir sér hvort að lestin eigi að ganga beint á milli án þess að stoppa eða hvort að það eigi að vera í boði að stoppa 1-2 á milli endastöðvanna tveggja.

Landsbyggðin hefur fundið sig örlítið utanskilda í þessum samgöngumálum og umræðum öllum, hvort sem það er um nýjar lestir eða innanlandsflug að ræða. Þá er það bara spurningin hvort að þessi lest, sem stendur til að skýra LAVA Express, fái að standa hér á landi sem eina lest landsins eða hvort að það standi til að lestarvæða Ísland alveg og að LAVA sé einungis byrjunin?
Við á Kaffinu munum fylgjast með málum og upplýsa ykkur um hvað gerist í framhaldinu.

 

 

Sambíó

UMMÆLI