Hrannar Björn framlengir við KA

Hrannar Björn Steingrímsson, hægri bakvörður KA, hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Samningurinn gildir út tímabilið 2019.

Hrannar, sem er 25 ára gamall, er uppalinn á Húsavík og kom frá Völsungi árið 2014. Hann hefur leikið 90 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skorað í þeim 1 mark. KA segir í yfirlýsingunni að þeir séu hæstánægðir með að Hrannar hafi framlengt og hlakki til að fylgjast með honum í gulu treyjunni á næstu tveim árum.

UMMÆLI