Prenthaus

Hríseyjarhátíðin fer fram á morgun

Hríseyjarhátíðin fer fram á morgun

Hríseyjarhátiðin fer fram á morgun, laugardaginn 10. júlí. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá m.a. fjöruferð, garðakaffi, flóamarkað, brekkusöng með Ómari Hlyns, varðeld og flugeldasýningu.

Hríseyjarhátíðin hefur verið árlegur viðburður síðan árið 1997, en var aflýst í fyrra.

Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á hrisey.net.

Aðgangur á hátíðina er ókeypis.

Nánari upplýsingar og dagskrá fyrir hátíðina má finna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó