Hrönn komin með atvinnumannaskírteini

Hrönn Sigurðardóttir (til vinstri)

Vaxtaræktarkonan Hrönn Sigurðardóttir bar sigur úr býtum í sínum flokki á Royal London Pro fitness-mótinu um helgina en Hrönn er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í sportinu hérlendis.

Með sigrinum tryggði hún sér hið gífurlega eftirsótta IFBB Pro League atvinnumannaskírteini sem gerir henni kleift að taka þátt í atvinnumótum víðs vegar um heiminn.

Hrönn er því þriðji íslendingurinn sem hlýtur þennan heiður en áður höfðu þær Margrét Edda Gnarr og Ásrún Ösp Vilmundsdóttir tryggt sér IFBB Pro League skírteini.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó