Svona líta hugmyndirnar að fjölbýlishúsunum á Oddeyrinni út

Svona líta hugmyndirnar að fjölbýlishúsunum á Oddeyrinni út

Eins og fyrr hefur komið fram samþykkti bæjarstjórn Akureyrar skipulagslýsingu á þriðjudaginn sem er fyrsti liðurinn í því að breyta gildandi aðalskipulagi Akureyrarbæjar svo byggingarfyrirtækinu SS Byggir verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Í tillögunum er gert ráð fyrir fjórum misháum húsum, þar sem atvinnustarfsemi yrði á neðstu hæðunum og garðsvæði milli húsanna. Tekið skal fram að um tillögur eru að ræða en ekki endanlegar útfærslur eða útlit. Vísir greindi fyrst frá.

SS Byggir hefur unnið tillögur að uppbyggingu á svæðinu með arkitektastofunni Zeppelin. Hugmyndin nefnist Seglin því byggingarnar eiga að minna á seglin á seglskútum. Myndirnar af hugmyndunum má sjá hér að neðan.

Myndir frá zeppelin.is

Einnig birti Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, myndband á facebooksíðu sinni í kvöld af breytingunum.

Nánar um málið má sjá í frétt Vísi.is


UMMÆLI

Sambíó