Hvað á ég að kjósa 29.október?

kosningarNú fer óðum að styttast í Alþingiskosningar. Flokksbaráttan herðist með hverjum deginum og nú fer hver að verða síðastur að ákveða sig hvað hann ætlar sér að kjósa þann 29.október.
Kaffið.is gerði heiðarlega tilraun um daginn til þess að útskýra kosningarkerfi landsins á sem einfaldastan máta og vonum við að það hafi orðið til þess að flestir skilji betur.
Þú getur skoðað það hér.
Þá er næsta mál á dagskrá að ákveða hvaða flokkur á hvað best við þig og þín sjónarmið fyrir landið okkar.

 

Næstkomandi þriðjudag 18.október, stendur Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir viðburði þar sem að stefnumál flokkanna verða tekin sérstaklega fyrir. Fulltrúar 7 flokka í Norðausturkjördæmi munu koma til með að kynna sín stefnumál og svara spurningum.
Þetta er tilvalið tækifæri til þess að kynnast flokkunum betur og reyna að komast að niðurstöðu um hvað þú vilt kjósa fyrir landið.

Fyrr í dag greindi Kaffið.is frá því að 10 flokkar hefðu skilað inn framboðslista en ekki nema 7 fulltrúar hafa boðað komu sína á viðburðinn. Mögulega eiga þær tölur eftir að breytast þegar líður á helgina.
Viðburðurinn er opinn öllum og allir hvattir til þess að mæta. Hann kemur til með að byrja kl.14.30 og dagskráin er eftirfarandi:

14:30-15:45 Pallborðsumræður og kappræður vegna tilvonandi kosninga til Alþingis

15:45-16:30 Hlé og léttar veitingar í boði FSHA og RHA

16:30-18:00 Pallborðsumræður um stefnu hvers flokks í íslenskum sjávarútvegi.

Við hjá Kaffinu munum að sjálfsögðu mæta og færa þeim fréttir sem ekki sjá sér fært að mæta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó