Hvað vantar Akureyringa sem Reykvíkingar hafa?

Hvað vantar Akureyringa sem Reykvíkingar hafa?

Á Akureyri er frábært að vera en þó finnst okkur mörgum ýmislegt vanta til að gera góðan bæ enn betri. Oft finnst okkur við lúta í lægra haldi fyrir höfuðborgarbúum enda mikið þar að finna sem ekki er að finna hér en ætti að vera til staðar.  
Hér að neðan kemur skoðanakönnun sem er ætluð öllum Akureyringum að taka þátt í til að skera úr í eitt skipti fyrir öll hvað þarf nauðsynlega á Akureyri. Könnunin verður vonandi til þess að eftirfarandi verslanir og kröfur verði uppfylltar á Akureyri.

Elko
Elko er með fjórar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, hvar erum við í þessu samhengi?

Krónan
Sögusagnir, og á einhverjum tímapunkti tilkynning, voru um það að Krónan myndi opna við Glerárgötu. Hver er staðan á því? Og hvar er Krónan?

IKEA
Við viljum kótilettur á 995 kr. alla daga, ekki bara þegar við förum suður. Svo er líka dýrt að fara suður í ikeaverslunarferð einu sinni á ári. Óhjákvæmilega kaupir maður fullt af kertum og glösum sem manni vantaði.

KFC
Það er búið að ganga á í alltof langan tíma að fólk grípi með sér kfc máltíðir í nesti til Akureyrar, til að éta kalt næstu daga. Að KFC sé bara í Reykjavík gerir landsbyggðarfólkið að villimönnum.

Keiluhöll
Það var dimmur dagur fyrir okkur öll þegar keiluhöllin lokaði. Eftir stóð engin afþreying fyrir Akureyringa.

Vero Moda
Við viljum fleiri en þrjár fatabúðir á Akureyri. Það er of algengt að vera í sömu flík og annar á þessum þremur skemmtistöðum bæjarins.

H&M
Það breytist örugglega aldrei að við viljum alltaf versla í H&M. Það er í íslendingablóðinu.

Millilandaflugstöð
Er til of mikils ætlast að flugstöðin verði stærri? Að það kosti ekki 40.000 krónum meira fyrir Akureyringa að fara til útlanda? Og þá að fríhöfnin sé ekki bara gamall kústaskápur.

Kláfur í Hliðarfjall
Reykjavík er reyndar ekki með einn slíkann og skíðafólk á Akureyri er spennt fyrir þessu. Ég hef ekki farið á skíði en styð þetta örugglega 100%.

Almenningsgarður í miðbænum
Miðbærinn er að verða einn steypublettur. Eini græni reiturinn er Skátagilið sem er í 80% halla.

TAKTU ÞÁTT Í SKOÐANAKÖNNUNINNI:

[wpViralQuiz id=45534]

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó