Múlaberg

Hvanndalsbræður ná alla leið til Noregs – Fimmtu bekkingar í Noregi syngja María Ísabel

Skjáskot úr myndbandinu en krakkarnir virðast skemmta sér konunglega við flutninginn.

Hvanndalsbræður fengu sent skemmtilegt myndband í dag alla leið frá Noregi frá hinni 11 ára gömlu Lotte. Sl. haust voru Hvanndalsbræður að taka upp tónlistarmyndband við nýja lagið sitt María Ísabel og leikstjóri myndarinnar, Kristján Kristjánsson, fékk þrjá krakka sem voru á gangi um miðbæinn til að leika í upphafi myndbandsins. Meðal þeirra þriggja var hin norska Lotte sem var í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni. Þegar heim var komið lærði hún lagið utan að og hefur nú fengið allan bekkinn sinn, 5. bekk í Toso-skólanum í Jevnaker, Noregi, til að læra lagið og syngja það með sér. Og það á íslensku!

,,Munið þið eftir mér?“
Lotte sendi þeim myndbandið í dag og byrjar á því að tala aðeins á norsku þar sem hún spyr þá hvort þeir muni eftir sér. Í myndbandinu sjáum við svo krakkana taka lagið María Ísabel á æfingu en þau fluttu svo lagið á sýningu daginn eftir fyrir 200 áhorfendur sem hluta af sýningu um lönd Skandinavíu.
Þá hafði kennarinn gleymt að taka Ísland með í verkefnið en krakkarnir vildu endilega hafa landið okkar með og ákváðu því sjálf að taka lagið.

Í pistlinum frá Hvanndalsbræðrum segjast þeir fullir þakklæti fyrir sendinguna og muna svo sannarlega eftir Lotte:

,,Í upphafi myndbandsins spyr Lotte hvort við munum eftir henni og að hún muni nú sýna okkur bekkinn sinn. Að sjálfsögðu munum við eftir henni og við erum svo þakklátir fyrir þessa sendingu. Takk for at du sendte oss denne videoen Lotte og forhåpentligvis ser deg senere. Vi ber om å hilse på klassen din  Svona er þetta nú skemmtilegt allt saman!“ 

Hér að neðan má sjá myndbandið skemmtilega frá Lotte:

 

Sambíó

UMMÆLI