Íbúar á Víðihlíð aftur í sóttkví

Íbúar á Víðihlíð aftur í sóttkví

Íbúar á Víðihlíð og þrír starfsmenn eru nú komin í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem greindist hjá starfsmanni seinni partinn í gær, fimmtudag. Viðkomandi starfsmaður hefur ekki verið í vinnu undanfarna daga.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem íbúar Víðihlíðar þurfa í sóttkví og í annað sinn síðan faraldurinn hófst sem smit hefur áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila Heilsuverndar.

Sjá einnig: Sóttkví aflétt á Hlíð

Lokað er fyrir allar heimsóknir á Víðihlíð meðan á sóttkví stendur eða til og með 17. október að því gefnu að enginn greinist jákvæður í sýnatöku þann dag. Búið er að upplýsa alla íbúa og verið er að hafa samband við aðstandendur þeirra. Aðgerðir á Víðihlíð hafa ekki áhrif á starfsemi annarra heimila þar sem lífið gengur sinn vanagang segir í tilkynningu frá Hlíð.


UMMÆLI

Sambíó