Iceland opnar á Akureyri

Iceland opnar á Akureyri

Breska verslunarkeðjan Iceland sem Jóhannes Jónsson, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, stofnaði árið 2012 á Íslandi opnar á Akureyri í haust.
Verslunin mun opna þar sem 10-11 er til húsa í dag, en sú verslun mun loka. Þá verður verslunarrýmið stækkað.

Árni Pétur forstjóri Basko, sem rekur Iceland verslanirnar

Núverandi eigandi Iceland er Basko eignarhaldsfélag en forstjóri þess er Árni Pétur Jónsson.
Árni segir í samtali við Fréttablaðið að verslunin muni opna í október eða nóvember.

Verslunin í Kaupangi verður sú 5. í röðinni en nýverið opnaði Iceland verslun í Glæsibæ, en þar var einnig 10-11 verslun fyrir.

 

 

Jóhannes við opnun fyrstu Iceland verslunarinnar í Engihjalla

UMMÆLI