NTC netdagar

Iceland winter games hátíðin byrjar í dag

Meðal annars verður keppt á svo kölluðum snjóskautum. Mynd: Ingi Sveinbjörnsson.

Iceland Winter Games (IWG) er vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Akureyri í fjórða sinn í ár en hún hefur fest sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land. Hátíðin snýr nú aftur eftir tveggja ára hlé. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti. Hátíðin verður haldin dagana 23.-25. mars í Hlíðarfjalli og von er á keppendum víðsvegar úr heiminum, m.a. annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Austurríki og nokkrum fleiri Evrópulöndum.

Aðalviðburður á leikunum í ár er keppni á snjóskautum eða Sled Dogs Snowskates og nefnist Bonefight. Einnig verður fjallahjólabrun í bröttustu brekku skíðasvæðisins, vélsleðaspyrna og snjócross á vélsleðum, snjóblakmót og Freeride skíða- og brettakeppni þar sem keppt er utan troðinna skíðaleiða. Þeir sem standa að Iceland Winter Games eru Akureyrarbær, Markaðsstofa Norðurlands, Akureyrarstofa, Íslandsstofa og Viðburðastofa Norðurlands.

Dagskráin verður sem hér segir:

Föstudagur 23 mars:

Viðburður: Vélsleðaspyrna

Hvar: Hlíðarfjall

Tímasetning: 20:00

 

Laugardagur 24 mars:

Viðburður: Snjóblak

Hvar: Hlíðarfjall

Tímasetning: 13:00

 

Viðburður: Snjócross á vélsleðum

Hvar: Við Réttarhvamm

Tímasetning: 14:00

 

Viðburður: Fjallahjólabrun HFA

Hvar: Hlíðarfjall – Strýta

Tímasetning: 16:15

 

Viðburður: Sled Dogs BONEFIGHT

Hvar: Hlíðarfjall – Strýta

Tímasetning: 18:00

 

Viðburður: Sled Dogs Freestyle jump

Hvar: Hlíðarfjall

Tímasetning: 19:45

Verðlaunaafhending fyrir BONEFIGHT og Freestyle stökkkeppnina fer fram í beinu framhaldi af Freestyle keppninni.

 

Sunnudagur 25 mars:

Viðburður: Freeride skíða-/brettakeppni

Hvar: Hlíðarfjall – Suðurskál

Tímasetning: 14:00

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó