Indian Curry House opnar á Ráðhústorgi

Indian Curry House var að opna í Ráðhústorgi 3.

Indian Curry House er nýr, endurbættur og stækkaður staður á Ráðhústorgi. Hér áður hét staðurinn Indian Curry Hut og hélt til í Turninum í miðri göngugötunni. Þá var eingöngu hægt að taka mat með sér en nú hefur staðurinn stækkað og bíður gestum upp á að borða í veitingasal en heldur einnig áfram take away-þjónustu. Nýr matseðill fylgir að sjálfsögðu breytingunni en þó eru líka ennþá sömu vinsælu réttirnir á boðstólnum.

Indian Curry House opnaði um helgina við mjög góðar viðtökur enda var staðurinn meira og minna fullur alla helgina. Staðurinn er í eigu Moorthy og fjölskyldu og þeirra indverska matargerð hefur vakið gríðarlegar vinsældir meðal Akureyringa síðustu ár.
Staðurinn er litríkur og skemmtilegur og tekur aðeins 25 manns í sæti. Staðurinn færði sig ekki langt um set, heldur er hann aðeins 2 mínútum frá því þar sem Indian Curry Hut var, að Ráðhústorgi 3.

Moorthy, eigandi staðarins. Mynd: Akureyri – miðbær, facebook.

 

UMMÆLI