Inflúensan herjar á Sjúkrahúsið – Deildum lokað og heimsóknir bannaðar

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: sak.is

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: sak.is

Vikudagur greindi frá því að inflúensan hafi herjað á sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri, með þeim afleiðingum að lokað hefur verið nokkrum deildum. Inflúensan er af A stofni (H3N2) og margir sjúklingar hafa smitast, nokkrir m.a.s. þrátt fyrir að vera bólusettir fyrir henni. Til þess að reyna að ná tökum á flensunni og smitum hefur Sjúkrahúsið tekið til þeirra ráða að banna heimsóknir tímabundið á lyflækningadeild, geðdeild og skurðlækningadeild. Undir mjög sérstökum kringumstæðum er hægt að fá undantekningu á því banni.

Flensan hefur einnig komið upp á tveimur Öldrunarheimilum á Akureyri og virðist vera að breiða úr sér nokkuð víða.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó