Innbrot á Akureyri – „Aldrei gaman að sjá hluti sem gera þig hamingjusaman tekna frá þér“

Máni Þórðarson hvetur þá sem upplýsingar hafa um málið að hafa samband við sig

Máni Þórðarson hvetur þá sem upplýsingar hafa um málið að hafa samband við sig

Brotist var inn í íbúð í Vanabyggð á Akureyri í dag og mikið af verðmætum eigum stolið. Máni Þórðarson íbúi í húsinu greinir frá því á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Meðal þessa sem rænigjarnir tóku var glæný Playstation tölva. Máni segir í samtali við Kaffið að ásamt tölvunni hafi umbúðir verið teknar og því ansi líklegt að ræninginn ætli að selja tölvuna.

„Það er aldrei gaman að sjá hluti sem gera þig hamingjusaman tekna frá þér,” segir Máni í samtali við Kaffið.is.

Íbúðin var læst og talið er að þjófarnir hafi komist inn með skrúfjárni. Máni hvetur þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við sig í síma 787-5094 eða hafa samband við lögregluna á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó