Prenthaus

Íslensk verðbréf skiluðu 116 m.kr. hagnaði

Stjórn Íslenskra verðbréfa ásamt framkvæmdastjóra. Á myndina vantar Steingrím Pétursson. Mynd: iv.is

Aðalfundur Íslenskra verðbréfa fór fram á Hótel KEA Akureyri 24. apríl sl.

Á fundinum voru Anna Guðmundsdóttir, Chris Van Aeken, Eiríkur S. Jóhannsson og Harpa Samúelsdóttir endurkjörin í stjórn félagsins.  Nýr í stjórn félagsins er Steingrímur Pétursson.

Varamenn í stjórn félagsins þeir Árni Magnússon og Þorsteinn Hlynur Jónsson voru einnig endurkjörnir.

Á fundinum var ársreikningur félagsins vegna ársins 2016 staðfestur. Þá var tillaga stjórnar um að greiða 70 m.kr. í arð til hluthafa samþykkt samhljóða.

Hagnaður Íslenskra verðbréfa árið 2016 var um 116 m.kr. eða sem nemur rúmlega 20% arðsemi eigin fjár, samanborið við 47 m.kr. hagnað árið 2015. Hreinar rekstrartekjur jukust um 33% á milli ára og námu 712 m.kr. samanborið við 535 m.kr. árið 2015.

Eigið fé í árslok 2016 nam 590 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall samstæðunnar sem reiknað er samkvæmt 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki var í árslok 29%.

Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum jukust um 10% og voru 129 milljarðar í árslok 2016 en þær námu 117 milljörðum í árslok 2015.  Alls voru rúmlega 2 þúsund einstaklingar og lögaðilar með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá félaginu.

UMMÆLI

Sambíó