beint flug til Færeyja

Íslenska kokkalandsliðið í 9.sæti á Ólympíuleikunum

Mynd: Stefanía Ingvarsdóttir

Mynd: Stefanía Ingvarsdóttir

Eins og Kaffið greindi frá í síðustu viku vann kokkalandslið Íslands til gull og silfurverðlauna í eftirréttum og köldum réttum áólympíuleikummatreiðslumanna í Þýskalandi.

Í heildina vann Ísland sér inn ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Á mótinu voru um 25.000 gestir og 2000 matreiðslumenn og keppt í hinum ýmsu greinum.
Þegar öll stig voru tekin saman hampaði Ísland 3.sæti í eftirréttum og 9.sæti landsliða í heildina.

Þetta verður að teljast frábær árangur hjá landsliðinu og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Singapore var sigurvegari Ólympíuleikanna í samanlögðum stigum, Finnland í öðru sæti og Svíþjóð í þriðja.

VG

UMMÆLI