NTC netdagar

Ivan Mendez og Stefán Elí gefa út nýjan smell

Ivan Mendez og Stefán Elí. Mynd: Diana Sus. 

Ivan Mendez og Stefán Elí voru að gefa út lagið „Say you love me now“ sem þeir sömdu í sameiningu. Þetta er fyrsta lagið sem þeir gefa út saman en þeir hafa verið mjög virkir í tónlistarlífinu undanfarið.
Ivan gaf út lagið ,,Light Of New Day” með hljómsveitinni sinni Gringlo á dögunum og einning ábreiðu af laginu ,,Wild World” eftir Cat Stevens en Stefán Elí sendi frá sér lagið ,,Lost Myself” fyrir tveimur vikum.

Í samtali við albumm.is segja þeir frá því hvernig lagið varð til þegar Ivan sýndi Stefáni stutta hljóðupptöku í símanum sínum sem hann hafði tekið upp. Stefán var svo með lagið á heilanum það sem eftir lifði dags og þegar hann kom heim fór hann strax í það að setja upp beinagrindina af laginu og sendi Ivani svo demo sama kvöld.

Útkoman er glæsileg hjá þessum efnilegu drengjum en lagið má hlusta á hér að neðan.

 

UMMÆLI

Sambíó