Ívar Örn í Magna

Magni hefur fengið varnarmanninn Ívar Örn Árnason á lánssamningi frá KA og gildir sá samningur út sumarið 2018.

Ívar Örn er 22 ára gamall og getur leikið bæði í vinstri bakverði og sem miðvörður. Hann hefur í heildina leikið 32 leiki fyrir KA, þar af voru 6 þeirra í Pepsi deildinni síðasta sumar.

Í tilkynningu Magna segir að hjá félaginu séu menn hæst ánægðir með komu Ívars og að hann verði frábær viðbót við flottan leikmannahóp Magna.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó