Jarðskjálfti við Grímsey fannst í Eyjafirði

Skjálfta­hrina hófst klukk­an 7:49 í morg­un með skjálfta af stærðinni 4,1 um 12,5 kíló­metr­um norðnorðaust­ur af Gríms­ey.

Stærsti skjálft­inn, 4,1 að stærð, fannst í Gríms­ey og Eyjaf­irði.

Ann­ar skjálfti af stærðinni 3,3 mæld­ist klukk­an 8:11.

Á þriðja tug skjálfta hafa þegar mælst í þess­ari hrinu. Skjálfta­hrin­ur eru al­geng­ar á þessu svæði, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

 

Sambíó

UMMÆLI