Játning: Ég elska Eurovision

Óðinn Svan skrifar

Óðinn Svan skrifar

Ég er 27 ára, tveggja barna faðir, hef áhuga á fótbolta og pólitík og allt virðist á yfirborðinu vera í stakasta lagi. Ég hef þó einn djöful að draga, ég elska Euróvison.

Áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég var 10 ára gamall og sá Selmu Björns heilla Evrópu með laginu All out of luck. Ég man ennþá hvað ég brjálaðist þegar Charlotte Nilsson tók gullið fyrir Svía og ég hef hatað Svíþjóð allar götur síðan.

Ástæðan fyrir því að ég stíg hér fram og viðurkenni vanmátt minn gangvart þessari keppni er sú að ég hef orðið fyrir fordómum. Samfélagið gerir þá kröfu á þig að ef þú ætlar að elska Eurovison þarftu annaðhvort að vera kona eða hommi og ég er eftir því sem ég kemst næst, hvorugt. Afhverju mega samkynhneigðir karlmenn og konur horfa keppnina án þess að verða fyrir aðkasti en ekki ég. Ég er reyndar sannfærður um að það séu fleiri en ég þarna úti sem eru í minni stöðu. Menn þora að viðurkenna mis mikið þegar kemur að áhuga á Euróvison og hefur sú regla gilt að viðurkenna aldrei meira en svo að þú hafir gaman að því að horfa á stigagjöfina.

Ég hef í gegnum tíðina skammast mín fyrir áhuga minn á keppninni og ekki þorað að blanda mér í heitar umræður í aðdraganda keppninar þó mig hafi dauðlangað það. Nú segi ég stopp, ég er hættur þessum feluleik, ég hef bara gaman að þessari helvítis keppni og ætla ekki að skammast mín fyrir það.

Með þessum pistli langar mig að opna umræðuna og gera öðrum í minni stöðu auðveldara fyrir að koma út og viðurkenna ást sína á Euróvison. #égerekkitabú

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó