Játning: Ég er hræddur við dýr

Þegar ég var lítill fór ég mikið í sveit, hafði gaman að því að leika við hunda og fannst kettlingar krúttlegir. Þá var ég sjö ára gamall. Í dag er ég 27 ára, tveggja barna faðir og ef ég fer út að labba og mæti einstaklingi með hund í bandi fæ ég öran hjartslátt.

Þetta vandamál mitt byrjaði sakleysislega en í kringum unglingsárin fór ég að óttast stóra hunda og dýr sem er eðlilegt að vera hræddur við. Hræðslan hefur svo ágerst og núna myndi ég helst ekki halda á kettlingi til að bjarga lífi mínu. Margir kunna að velta því fyrir sér hvort eitthvað í æsku hafi valdið þessum kvilla s.s. árás frá óðum Chihuahua hund eða bit frá hamstri. Það er hins vegar ekki raunin nema síður sé, þau litlu samskipti sem ég hef átt við dýr hafa verið á góðum nótum. Amma mín og afi eiga t.d. hund sem ég heilsa í hvert skipti sem ég kem í heimsókn.

En hvað er það sem veldur því að 27 ára gamall maður er hræddur við skógarþresti og hesta. Ég skoðaði málið og ég er víst haldin svokallaðri zoophobia. Það er fóbía sem er víst nokkuð algeng og lýsir fólki sem haldið er ofsalegri hræðslu við dýr almennt. Aðrar algengari fóbíur eins og apiphobia, hræðsla við býflugur og ornithophobia sem er fóbía fyrir fuglum eru svo undirflokkar þessa sjúkdóms. Já ég kalla þetta sjúkdóm.

Þrátt fyrir ítarlega leit að lækningu við þessum sjúkdómi hefur sú leit engan árangur borið svo ég verð víst að lifa lífínu í stöðugum ótta við hvolpa og kettlinga.

Ég, meðan allt lék í lyndi

Ég, meðan allt lék í lyndi

Sambíó

UMMÆLI