Prenthaus

Jóhann Helgi til Grindavíkur

Jóhann Helgi til Grindavíkur

Jóhann Helgi Hannesson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Jóhann Helgi er 27 ára og hefur allan sinn feril leikið með Þór en hann hefur skorað 61 mark í 207 deildar og bikarleikjum með félaginu á ferli sínum.

Jóhann skoraði sex mörk í Inkasso-deildinni í sumar með Þórsurum. Árið 2014 skoraði hann sjö mörk í Pepsi-deildinni þegar Þórsarar féllu.

Grindvíkingar misstu aðal sóknarmann liðsins Andra Rúnar Bjarnason til Helsingborg í Svíþjóð á dögunum. Grindavík hafnaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, eftir að liðið komst upp úr Inkasso-deildinni árið á undan.

UMMÆLI

Sambíó