Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Jóhann Þór leggur skíðin á hilluna

Jóhann Þór er hættur að keppa en er afar þakklátur fyrir tímabilið.

Skíðakappinn Jóhann Þór tilkynnti á facebook síðu sinni í dag að hann sé búin að leggja skíðin á hilluna og ætli sér ekki að keppa meira í íþróttinni. Jóhann hefur verið duglegur að keppa síðastliðin sjö ár, en hann er hreyfihamlaður og keppir á svokölluðum Mono-skíðum. Síðastliðin fimm ár hefur Jóhann æft hjá NSCD í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum, NSCD stendur fyrir National Sport Center for Disabled. Hann hefur keppt víða í heiminum, þ.á.m. í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Austurríki, Ítalíu, Hollandi og Noregi.

,,Þetta er búið að vera frábært og skemmtilegt ferðalag, sem hefur einnig tekið á eins og gengur. Fólkið og vinirnir sem ég hef kynnst og eignast og suma vonandi fyrir lífsítð er ég þakklátur. Margir hafa unnið frábært og óeigingjarnt starf fyrir mína hönd og vill ég þakka þeim sérstaklega, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt, það er einfaldlega þannig,“ segir Jóhann að lokum.

Sambíó

UMMÆLI