Jói Bjarna útilokar ekki að bjóða sig fram á lista Framsóknar

Jóhannes G. Bjarnason, betur þekktur sem Jói Bjarna meðal Akureyringa.

Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari og fyrrum bæjarfulltrúi, segir í samtali við Morgunblaðið að hann útiloki ekki að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins. Hann segir það vænlegt til árangurs ef frambjóðandi frá Akureyri væri í 1.-2. sæti á framboðslistanum í Norðausturkjördæmi, enda Akureyri stærsta byggðin í kjördæminu.

Eins og Kaffið greindi frá í gær hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segja sig úr Framsóknarflokknum og ætlar sér að stofna nýtt stjórnmálaafl. Þess vegna er óvíst hver mun taka oddvitasæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi en Jóhannes G. Bjarnason er mjög gagnrýninn á störf Sigmundar Davíðs í flokknum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó