NTC netdagar

Jóla- og nýársspá Kaffisins

Ég hef ávallt verið þeim hæfileikum gædd að vera einstaklega forspá. Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur mínum sýnum og undirbúa ykkur fyrir það sem koma skal um jól og áramót.

grumpy-cat
ÉG, fokking, Ég hlakka til

Það skiptir ekki máli að jólalag Svölu Björgvins ómi um götur og ganga fyrir jólin, ár eftir ár, og að flest allir landsmenn kunni textann. Fólk mun ekki læra að segja þetta rétt: „Ég hlakka til“.
Ég heyrði barn syngja um daginn: „mér hlakkar svo til“ og ætlaði mér að hrista það og öskra: NEI, NEI, NEI! En það er víst ekki vel séð að hrista ókunnug börn. Það er heldur ekki vel séð að breyta textum í klassískum lögum en fólk tæki sennilega ekki mína hlið.

Tilvistarkreppa nemandans

20.desember er dagur fögnuðar því þá ættu allir að vera búnir í prófum og því ættir þú ekki að þurfa að lesa fleiri statusa og gif um hvað það er erfitt að vera í námi. Það eru allir í námi og vita það. Takk samt fyrir að hafa okkur með í öllu ferlinu, við höfðum öll mjög gott og gaman að þessu.

Uppsettar myndir með bókum í prófatíð eru bestar.

Uppsettar myndir með bókum í prófatíð eru bestar.

Seinasti séns
Aðfangadagur ætti að vera tími afslöppunar en einmitt þegar þú ert búin/nn að öllu og reiðubúinn að henda fótum upp á borð og slaka á, er einhver gleymdur vinur eða kunningi sem asnast til að senda þér jólakort. Það kemur inn um lúguna um miðjan dag og samviskubitið nagar þig.
Þú þarft því að finna jólakort og orð með því og skutla því til viðkomandi vinar, ef vin skyldi kalla fyrir að eyðileggja aðfangadagsafslöppunina.

„Maður fer allavega ekki í jólaköttinn ;)“ 
Tilvalin afsökun til þess að pósta mynd af þér í nýju fötunum sem þú fékkst í jólagjöf. Einhverjir af þínum facebook vinum munu nýta sér þetta óspart, vertu á varðbergi og ekki like-a svona, það hvetur þau bara til þess að gera það sama að ári.

Bumbumyndir
Umræðan um bumbumyndir og hvað allir eru að eignast börn er alltaf í gangi hjá okkur barnlausa fólkinu. Um jólin verða einhverjir grínarar af guðsnáð sem munu grípa tækifærið meðan það gefst og birta af sér bumbumynd á annan í jólum með yfirskriftinni:
Bumbumynd! #foodbaby #komintvodagaáleið.
Yfirleitt er þetta fólk sem er ekki með neina bumbu og finnst þetta jafn fyndið og ungfrú Ísland fannst fitubrandararnir sínir. Classic.

201502_2011_gcbbi

Þessi sem heldur að hann vinni fyrir IMDB
Á gamlárs- og nýársdag munu nokkrir gáfumenn á vinalistanum þínum skrifa ígrundaða gagnrýni um Áramótaskaupið sem öllum er sama um. Þeir telja sig þó vera að gera þér og öllum í þeirra vinahring greiða með að lista fyrir ykkur sinni skoðun á hvað var fyndið og hvað ekki. Guði sé lof að það sé til svona fólk sem útskýrir það fyrir þér.

Flipparinn
Á nýársdag, ef þú ert svo heppin/nn að sækja einhverskonar fjölskylduboð eða partý, mun einhver meistari hnyppa í þig og segja: „Ég er ekki búin að fara í sturtu síðan í fyrra“.
HAHA. Sagði enginn, aldrei.

World Class hefur ekki undan
Annar dagurinn eftir áramót er dagur sem e.t.v. flestir starfsmenn World Class kvíða fyrir. 2.janúar 2017 munu líkamsræktarstöðvar landsins ekki hafa undan fólki sem keppist við að sanna að þau skuli standa við áramótaheitið þetta árið. Fólk hefur aldrei verið jafn þungt og 2.janúar enda búið að éta hátíðarmat sem er bara salt og fita, drekkandi fitandi jólabjór og sítyggjandi konfekt. Ótrúlegt að fólki líði eitthvað illa.

holiday-memes-001-dont-blame-the-holidays-you-were-fat-in-august

Uppáhalds mánuður allra
Það verða allir óhamingjusamir í janúar. Kuldi, skuldir, fita og langt í sumarið.
Svo eiga allir eftir að gera status um það hvað þetta er glatað, bara til að gera þetta allt saman ennþá verra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó