Prenthaus

Jólahreingerningarlistinn

Nú þegar styttist í jólin og desember er gengin í garð þá er eins gott að fara að huga að hreingerningum. Að skreyta yfir skítinn er eins og að sópa undir mottuna og ekki viljum við hafa það á samviskunni. Þeir sem eru vanir að þrífa jafnt og þétt þurfa ekki beint að hafa eins fyrir þrifnaðinum og við hin, en þó eru sum atriði stærri en önnur og því ætti þessi listi að geta hjálpað sem flestum.
Hægt er að skipuleggja listann vel og bæta í að vild, en listinn hjálpar til við að skipuleggja og halda betur um hvert verkefni.
Þrifin þurfa ekki að vera leiðileg. Hægt er að gera skemmtilega jólastemningu úr þrifnaðinum, kveikja á jólatónlist og narta í smákökur, en það er eitthvað hátíðlegt við það þegar allt er orðið hreint og tilbúið til skreytingar, hreint á rúmunum og góð lykt á heimilinu.

Eldhúsið:

-Þrífa ofninn
-Þrífa örbylgjuofninn
-Þrífa ísskápinn að innan
-Afþýða og flokka í frystinum (gott fyrir jólainnkaupin til að vita hvað er til)
-Þrífa skúffur og skápa og endurraða (gott fyrir jólainnkaupin til að vita hvað er til)
-Þrífa ruslaskápinn vel
-Þurrka af innréttingum

Stofan:

-Þurrka af öllum hillum og skápum
-Taka púða og pullur og djúphreinsa sófann, margar góðar leiðir til þess
-Ryksuga undir skápum og sófa
-Þurrka vel af sjónvarpi og öðrum tækjum
-Hreinsa úr gluggakistum og þrífa gluggana

Baðherbergið:

-Þrífa vaskinn (kísil hreinsa ef þarf)
-Þrífa klósettið
-Þrífa sturtu og baðkar (kísil hreinsa ef þarf)
-Þrífa alla spegla og skúra flísar
-Fara í allar skúffur og endurraða

Forstofan:

-Ryksuga gólfið
-Þrífa mottu
-Þrífa skóhillu og endurraða skóm
-Fara í gegnum fatahengi
-Þrífa alla glugga

Þvottahús:

-Þurrka af, þrífa þvottavél og þurrkara
-Þurrka af hirslum
-Þrífa þvottakörfur undan óhreina þvottinum
-Þrífa vaskinn

Svefnherbergi:

-Skipta á öllum rúmum
-Ryksuga undir rúmum
-Þurrka af náttborðum og hirslum
-Þrífa alla glugga og þurrka úr gluggakistum
-Fara í gegnum fataskápa og flokka það sem má losa sig við eða gefa

Þá er bara að grípa í tusku og hreinsiefni og byrja!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó