Jólapartý erlendra kvenna á Akureyri

Jólapartý erlendra kvenna á Akureyri er haldið í dag 3. desember kl 14 00. Skemmtunin fer fram í Rósenborg.

Margt verður um að vera en allir eru velkomnir, karlmenn sem og aðrir Íslendingar þó svo skemmtunin heitir jólapartý erlendra kvenna.

Boðið verður upp á kaffi og te. Allir sem mæta eiga að koma með einn rétt eða köku og búið verður til stórt hlaðborð.

Þá verður jólagjafaskipti allir þurfa að mæta með 1 pakka, að hámarki 750 kr. virði.

Eftir skemmtunina verður labbað saman niður á Ráðhústorg og tekið þátt þegar kveikt verður á jólatré bæjarins kl. 16:00.

Allir sem vilja vera með þurfa að skrá sig, senda póst á póstfangið jolaveisla2017@gmail.com

UMMÆLI

Sambíó